Ökuréttindi

Almenn ökuréttindi (B) veita heimild til að aka:

  • fólksbifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns,
  • sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna,
  • fólksbifreið eða sendibifreið með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,
  • fólksbifreið eða sendibifreið með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins,
  • dráttarvél,
  • vinnuvél (má ekki vinna á hana nema hafa öðlast sérstök vinnuvélaréttindi),
  • léttu bifhjóli (skellinöðru, 50cc)
  • bifhjóli á þremur eða fleiri hjólum
  • torfærutæki s.s. vélsleða, torfærubifhjóli.