Algengar spurningar

Senda má fyrirspurnir á netfangið okunet@okunet.is og við reynum að svara sem allra fyrst.

Nokkrar algengar spurningar

Hvenær má hefja fræðilegt ökunám?

Þegar einstaklingur hefur náð 16 ára aldri má viðkomandi panta tíma hjá ökukennara og skrá sig í ökuskólann og hefja fræðilegt nám. Ljúka þarf minnst einum ökutíma áður en fræðilega ökunámið hefst.

Er einhver hámarks- eða lámarkstími til að klára ökuskólann?

Samkvæmt reglum Samgöngustofu er hámarkstími til að taka námskeiðið 30 dagar.

Geta fleiri en einn notað sama aðgang?

Nemendur fá senda staðfestingu á þátttöku á námskeiðinu og sú staðfesting fer í ökunámsbók viðkomandi. Útilokað erað afrita eða nýta viðkomandi skráningu fyrir fleiri en einn.

Er fjarnámsvefurinn bara opinn á daginn?

Nemendur geta farið inn á námsvefinn allan sólarhringinn.

Er hægt að falla í ökuskólanum?

Ljúka þarf öllum prófum/viðfangsefnum með lágmarksárangri til að útskrifast úr ökuskólanum.

Hvernig er greitt fyrir námið?

Greitt er fyrir námskeiðið um leið og einstaklingur skráir sig inn í ökuskólann. Mögulegt er að greiða með greiðslukorti eða millifæra inn á reikning Ökuskólans Ökunets ehf.

Hvernig get ég leitað eftir aðstoð á námskeiðinu?

Þú getur alltaf rætt við ökukennarann þinn og þið skoðað í sameiningu tiltekin atriði eða verkefni. Einnig geturðu haft samband við netökukennarann með því að senda póst á netfangið okunet@okunet.is.

Hvað kostar námskeiðið?

Sjá verðskrá.