Ökuskóli á netinu
Ekki láta fjarlægð eða tímaleysi koma í veg fyrir ökunám. Með fjarnámi Ökunets ertu í höndum fagmanna Ökuskólans í Mjódd með áratuga reynslu. Náðu árangri í ökuskóla 1 og 2 hjá Ökunet.
Kennslubókin á rafrænu formi
Nemendur geta fengið aðgang að rafrænni útgáfu af kennslubókinni Út í umferðina, þegar þeir kaupa ökunám hjá Ökunet. Ökuskólinn er algerlega rafrænn hjá Ökunet og bókin alltaf við hendina.
Ökuskólinn Ökunet
Ökunet er ökuskóli sem byggir á traustum grunni í eigu Ökuskólans í Mjódd og reynslumikla starfandi ökukennara.
Almenn ökuréttindi
Almenn ökuréttindi (B) veita heimild til að aka:
Fólksbifreið með heildarþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns
Sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna
Fólksbifreið eða sendibifreið með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að heildarþyngd
Fólksbifreið eða sendibifreið með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins
Dráttarvél
Vinnuvél (má ekki vinna á hana nema hafa öðlast sérstök vinnuvélaréttindi)
Léttu bifhjóli (skellinöðru, 50cc)
Bifhjóli á þremur eða fleiri hjólum
Torfærutæki s.s. vélsleða, torfærubifhjóli
Nokkrar algengar spurningar
Er einhver hámarks- eða lámarkstími til að klára ökuskólann?
Samkvæmt reglum Samgöngustofu er hámarkstími til að taka ökuskólann 30 dagar. Ökuskóli Ökunet (ökuskóli á netinu) er skóli með nýjustu tækni og mjög fullkomið kennslukerfi, eins og netökuskóli gerist bestur. Það er því auðvelt að fara vel og hratt í gengum ökuskólann og ökunámið með okkur.
Hvenær má hefja fræðilegt ökunám?
Þegar einstaklingur hefur náð 16 ára aldri má viðkomandi panta tíma hjá ökukennara og skrá sig hjá okkur í ökuskólann Ökunet eða Ökuskólann í Mjódd og hefja fræðilegt nám. Ljúka þarf minnst einum ökutíma áður en fræðilega ökunámið hefst.
Er ökuskóli Ökunets bara opinn á daginn?
Nemendur geta farið inn á námsvefinn, kennslukerfi og netökuskóla Ökunets (ökuskóli á netinu), allan sólarhringinn. Ökuskólinn í Mjódd og Ökunet er með opna móttöku og síma á skrifstofutíma í Mjódd að Þarabakka 3, 109 Reykjavík.
Er hægt að falla í ökuskólanum?
Ljúka þarf öllum prófum/viðfangsefnum með lágmarksárangri til að útskrifast úr ökuskólanum.
Hvernig er greitt fyrir Ökunet netökuskóla?
Greitt er með debet- eða kreditkorti fyrir ökuskólann um leið og einstaklingur skráir sig inn í kennslukerfi Ökunets eða ákveður að kaupa ökukennslu í netökuskóla Ökunets. Mögulegt er einnig að greiða með millifærslu inn á reikning ökuskólans en hafa þarf þá samband við starfsmann Ökunets (ökuskóli Ökunets) og Ökuskólans í Mjódd, í síma 567 0300 eða á nam@okunet.is
Hvernig get ég leitað eftir aðstoð í netökuskóla Ökunet?
Þú getur alltaf rætt við ökukennara þinn og þið skoðað í sameiningu tiltekin atriði varðandi ökunámið, bílpróf eða verkefni ökuskólans. Einnig geturðu haft samband við ráðgjafa (ökukennara) um ökunámið með því að senda póst á netfangið nam@okunet.is.
Er hægt að taka bílpróf hjá netökuskóla Ökunet?
Ökupróf eða endanlegt bílpróf er tekið í samvinnu við Frumherja samkvæmt skilmálum Samgöngustofu. Netökuskóli Ökunets og ökuskóli Ökuskólans í Mjódd og annað ökunám er undanfari fyrir ökuskóla 1, 2 og 3 áður en bílpróf hjá Frumherja er tekið.
Hvað kostar ökuskóli Ökunets?
Verð í fjarnámi, Ökuskóli 1 og 2, sjá verðskrá. Innifalið í verði er allt námsefni, öll verkefni í ökuskólanum, æfingaverkefni og bílpróf á netinu. Nemendum Ökunets býðst að kaupa rafræna útgáfu af kennslubókinni Út í umferðina, sem er notuð við ökukennslu fyrir almennt ökunám.
Ertu með spurningu sem þú finnur ekki hér?
Ef þú ert með spurningar eða athugasemdir í sambandi við ökunám eða ökuskólann, ekki hika við að hafa samband!
Byrjaðu núna!
Skráðu þig í ökunám hjá okkur og þú getur byrjað strax í dag.