fbpx

Netökuskóli

Efni allra þátta í ökukennslunni miðast einkum við eftirtaldar þrjár forsendur:

  • Í fyrsta lagi ýmis atriði sem tengjast bifreiðinni sjálfri, s.s leikni í akstri og stjórnun ökutækis.
  • Í öðru lagi umhverfi bifreiðarinnar, s.s. umhverfisvernd, umferðaröryggi, umferðarhegðun og mengun.
  • Þriðja forsendan eru markmið sem tengjast nútíma þjóðfélagi og er þá átt við atriði s.s. skyndihjálp, hagkvæman rekstur ökutækis og efni tengt samhjálp og samábyrgð.

Ökunámið er tvíþætt þ.e. fræðilegt nám og verklegt nám. Ökunámið er þó heilstætt og samþættist þannig að úr verður ein samræmd heild. Mikil áhersla er lögð á samvinnu ökunema við ökukennarann sinn og í samráði við hann skipuleggur ökuneminn námið og fær aðstoð við að leysa öll verkefni.

Fræðilega námið fer fram í ökuskóla og er sá hluti tvískiptur eða Ökuskóli 1 og Ökuskóli 2.  Ökuskólinn Ökunet netökuskóli annast kennslu í þessum tveimur hlutum. Þriðji hlutinn, Ökuskóli 3, er kennsla á sérstöku aksturskennslusvæði.

Ökunet er ökuskóli í fjarnámi

Mögulegt er að stunda fræðilega hluta ökunámsins í staðnámi eða fjarnámi. Ökunet er ökuskóli er annast fræðilegt ökunám á netinu. Það þýðir að nemendur fara í gegnum námið í tölvu en mæta ekki í skólastofu í bókstaflegri merkingu eins og gert er í staðnámi.

Námsefninu er skipt upp í lotur. Samkvæmt reglum um fjarnám ökunáms er gerð krafa um að það líði að minnsta kosti einn sólahringur á milli þess að prófi eftir hverja lotu er lokið. Ef út að því bregður verður nemanda gert aðvart og hann beðinn um að endurtaka próf og virða sólahringstímamörkin sem reglur kveða á um.

Ökuneminn fer í Ö1 (ökuskóli 1) fljótlega eftir að verklegt ökunám hefst og lýkur því áður en hann fær  æfingaleyfi. (Hefur þá lokið a.m.k. 10 verklegum ökutímum og 12 fræðilegum kennslustundum í ökuskóla 1 (Ö1).

Ökuneminn fer í hluta Ö2 (ökuskóli 2) ekki seinna en tveimur mánuðum áður en kemur að afmælisdegi en þá má þreyta bóklegt ökupróf hjá ökunámsdeild Samgöngustofu. (Margir ökunemar hefja þó ökunám seinna eða eftir að 17. ára aldri er náð). Gert er ráð fyrir að ökunemi hafi þá lokið að jafnaði 16 verklegum ökutímum en þó aldrei færri en 14 í ökuskóla 2 (Ö2).

Ö3 (ökuskóli 3) er þriðji hluti ökunámsins og tekur mið af nýrri ökunámskrá útgefinni í febrúar 2010. Þriðji hlutinn felst í sérhæfðri kennslu í ökugerði (æfingasvæði fyrir akstur). Um er að ræða að minnsta kosti 1 kennslustund í stofu, 2 kennslustundir í forvarnahúsi og 2 kennslustundir í bifreið þar sem sérhæfð þjálfun fer fram í samræmi við kröfur námskrár. (sjá nánar á vefslóðinni http://www.okuskoli3.is/).

Reglur Samgöngustofu kveða á um að ökuneminn þarf að hafa lokið a.m.k. einni verklegri kennslustund hjá ökukennaranum sínum til að mega byrja í ökuskólanum. Fræðilegt og verklegt ökunám er samþætt verk sem helst í hendur allan námstímann.

Þegar öllum lotunum er lokið fær ökuneminn senda staðfestingu frá ökuskólanum Ökuneti um þátttöku í fræðilegu ökunámi. Staðfestinguna á síðan að líma á bls. 2 í ökunámsbókinni, vinstra megin fyrir ökuskóla 1 og hægra megin fyrir ökuskóla 2 þegar þeim hluta er lokið.

Ökuskóli 1

Hér á eftir má sjá markmið og viðfangsefni í hverri lotu.

Lota 1

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • helstu markmið ökunáms.
  • hvernig verklegt og fræðilegt ökunám myndar eina heild.
  • uppbygging ökuskólans og þær reglur sem gilda um námið.
  • ábyrgð sem hvílir á ökumanni.
  • mismunandi ökuréttindaflokka og þau réttindi sem hver flokkur veitir.
  • reglur sem þarf að uppfylla til þess að öðlast tiltekin ökuréttindi
  • helstu stofnanir varðandi umferðarmálefni og hlutverk þeirra.
  • sjái víðari tilgang með náminu en eingöngu þann að fá ökuskírteini.
  • lausleg saga umferðar og ökutækja.
  • reglur varðandi hleðslu ökutækis og drátt á eftirvagni/tengitæki.
  • mikilvægi góðrar umhirðu ökutækja fyrir öryggi í akstri og endingu tækja.
  • öryggisbúnaður sem er í ökutækjum og virkni hans.
  • algengur búnaður í ökutækjum og virkni hans.
  • tengsl notkunar ökutækis og umhverfisverndar.
  • þekkja viðvörunarmerkin.

Lota 2

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • hugmyndir sem eru ráðandi við hönnun gatna og annarra umferðarmannvirkja.
  • mikilvægi tillitssemi og samhjálpar í umferðinni.
  • öll umferðarmerkin og þá sérstaklega bannmerki í þessum hluta svo og umferðarmerkingar almennt.
  • tengsl umferðar og umferðarslysa.
  • heilbrigð viðhorf til samfylgdarfólks og að hann búi sig undir að verða virkur þátttakandi í umferðinni.
  • helstu skilgreiningar úr umferðarlögum.
  • þeir þættir sem gerir unga ökumenn að áhættuhópi í umferðinni.
  • helstu mistök ökumanna.
  • tilgangur lagasetningar og mikilvægi þess að lög séu virt.
  • rétt viðhorf til umferðarinnar.

Lota 3

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • þjálfun í að greina hættur við mismunandi aðstæður.
  • að gera sér grein fyrir skynjun sinni og þeim takmörkum sem hún er háð.
  • að hann viti að sjónsvið hans þrengist samfara auknum hraða.
  • að virða boðorðin þrjú í umferðinni. þ.e. ábyrgð, tillitssemi og dómgreind.
  • geta rætt um rétta stöðu ökutækis á vegi, hraðablindu o.fl.
  • afleiðingum óæskilegrar hegðunar ökumanns fyrir aðra vegfarendur og umferðarheildina.
  • viðhorf til aksturs og kynímyndar.
  • boðmerkin og yfirborðsmerkingar vega.

Lota 4

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • reglur um merkjagjöf og mikilvægi hennar fyrir aðra vegfarendur.
  • val á hraða við mismunandi aðstæður.
  • muninn á bið- og stöðvunarskyldu.
  • hvað átt er við þegar rætt er um stöðvunarvegalengd.
  • hvað átt er við þegar rætt er um hemlunarvegalengd.
  • mikilvægi þess að hafa nægjanlegt bil milli ökutækja.
  • aukna hættu við að aka afturábak.
  • forgang í umferðinni.
  • varúðarregluna og gildi hennar fyrir umferðina.
  • upplýsingamerkin og þjónustumerkin.

Lota 5

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • reglur varðandi hjólbarða og endingu þeirra.
  • val öryggisbúnaðar bifreiðar.
  • hvar og hvernig hann getur aflað sér upplýsingar um gerð og búnað ökutækis.
  • lögbundinn ljósabúnað bifreiðar.
  • til tölfræði umferðarslysa og tengi við mikilvægi lögbundinnar notkunar öryggisbúnaðar.
  • mikilvægi öryggisbeltanotkunar.
  • reglur um skoðun og eftirlit með bifreiðum.
  • reglur um neyðarakstur.
  • vegvísar og akreinamerkingar.

Lota 6

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • viðbrögð við hópþrýstingi félaga.
  • álag tengt akstri, t.d. akstur á mismunandi árstíma og við mismunandi aðstæður.
  • helstu undirmerki og bráðabirgðamerki.
  • þeir eiginleikar sem einkenna góða aksturshæfni.
  • eftirsóknarverðir eiginleikar góðra bílstjóra.
  • rétt notkun að- og fráreina.
  • ábyrgð og áhætta við framúrakstur.
  • grundvallaratriði skyndihjálpar og rétt viðbrögð á neyðarstundu.
  • merkjagjöf lögreglu og umferðarljós.
  • tengsl fræðilegs og verklegs ökunáms.
  • tenging ökuskóla 1 og æfingaaksturs með leiðbeinanda.

Ökuskóli 2

Lota 1

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • upprifjun á helstu viðfangsefnum og efnisatriðum úr ökuskóla 1.
  • áhersluatriði í ökuskóla 2.
  • víxlverkun á milli fræðilegs og verklegs ökunáms.
  • áframhaldandi námsframvinda yfir í ökuskóla 3.
  • öll umferðarmerkin.

Lota 2

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • mikilvæg atriði eða eiginleikar sem hafa áhrif á akstursfærni og viðhorf.
  • hvernig tilfinningalegt ástand getur haft áhrif á hæfni ökumanns.
  • hvernig þættir eins og þreyta geta haft áhrif á aksturshæfni.
  • hvernig áfengi og lyf geta haft áhrif á viðbragðstíma og dómgreind ökumanns.
  • ákvæði umferðarlaga um áfengi og akstur.
  • ábyrgð sína ef hann er farþegi í bifreið ölvaðs ökumanns.
  • þeirri miklu ábyrgð sem ökumenn bera.
  • aðstæður óvarðra vegfarenda.
  • reglur um vátryggingar ökutækja.
  • reglur um eigendaskráningu ökutækja.
  • viðbrögð stjórnvalda við umferðarlagabrotum og viðurlaga sem geta hlotist af slíkum brotum.

Lota 3

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • mikilvægi þess að kunna skyndihjálp.
  • rétt viðbrögð á slysstað.
  • tilkynning á slysi fumlaust og örugglega.
  • neyðarnúmerið 112.
  • tryggja slysavettvang.
  • skyldur þeirra er koma að slysi.
  • útfylling tjónaskýrslu þegar það á við.
  • undirstöðuatriði í að kanna meðvitund, öndun og púls.
  •  stöðvun hættulegra blæðinga og að bregðast rétt við þeim.

Lota 4

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • fá innsýn í þau sálfræðilegu ferli sem snerta hæfni mannsins til að aka bifreið.
  • ýmsir persónuleikaþættir sem geta haft áhrif á ökumanninn.
  • skilja að oft eru gerðar meiri kröfur til fólks í umferðinni en auðvelt er að uppfylla.
  • þekking ökumanns á eigin möguleikum og takmörkunum.
  • að akstri má lýsa sem félagslegu atferli sem er háð ólíkum gildum og væntingum í samfélaginu.
  • að mikinn meirihluta umferðarslysa má rekja til mannlegra mistaka.
  • mikilvægi góðrar athygli við akstur.

Lota 5

Markmið og viðfangsefni sem ætlast er til að ökuneminn þekki og skilji, að ökunámi loknu, eru:

  • námsmat í ökunámi.
  • fyrirkomulag bóklegra ökuprófa.
  • uppbyggingu bóklegra ökuprófa.
  • fyrirkomulag verklegra ökuprófa.
  • uppbyggingu verklegra ökuprófa.
  • markmið námsmats í ökunáminu.

Hvað þarf að uppfylla fyrir bílpróf?

Áður en bílpróf fer fram á ökunemi að lágmarki að hafa lokið eftirtöldum kennslustundum og náð þekkingar- og færnimarkmiðum námskrárinnar:

Skriflegt próf

  • Ökuskóli 1: 12 kennslustundir og Ökuskóli 2: 12 kennslustundir ef námi í ökugerði (Ökuskóli 3) er ekki lokið eða
  • Ökuskóli 1: 12 kennslustundir, Ökuskóli 2: 10 kennslustundir ásamt kennslu í ökugerði (3 kennslustundir í stofu og 2 kennslustundir í bifreið). 
  • 14 ökutímar. 
  • Að lágmarki 16 ökutímar ef námi í ökugerðikuskóli 3) er ekki lokið eða 
  • Að lágmarki 15 ökutímar ásamt kennslu í ökugerði (3 kennslustundir í stofu og 2 kennslustundir í bifreið). 
  • Sérstök athygli er vakin á kröfu um 14 verklegar kennslustundir fyrir skriflegt bílpróf. 

Verklegt próf

Afar mismunandi er hversu marga verklega ökutíma nemandinn þarf hjá ökukennara. Algengur tímafjöldi í ökunámi er á bilinu 19-25 tímar. Námskráin segir að tímafjöldinn eigi að vera að lágmarki 17–25 tímar. Við leggjum áherslu á að gott ökunám er fyrst og fremst ódýr fjárfesting einstaklings í eigin umferðaröryggi og því má ekki fórna fyrir nokkurn mun.