fbpx

Skráning í ökunám

Ökuskóli 1

kr.12.500

Rafræn útgáfa af kennslubókinni Út í umferðina er í boði fyrir nemendur í fjarnámi Ökunets.

kr.14.500
kr.12.500

Ökuskóli 2

kr.12.500

Rafræn útgáfa af kennslubókinni Út í umferðina er í boði fyrir nemendur í fjarnámi Ökunets.

kr.14.500
kr.12.500

Skráðu þig í ökunám og byrjaðu strax í dag!

Út í umferðina fyrir Ökunám á netinu

kr.2.000

Einungis nemendur Ökunets geta keypt aðgang að rafrænni útgáfu kennslubókarinnar Út í umferðina. Bókin er á bæði hljóð- og textaformi og er aðgengileg á kennsluvefnum.

Hægt er að kaupa prentaða útgáfu af bókinni á vef Ökukennarafélagsins.
R

Ökuskólinn Ökunet

Ökunet er ökuskóli sem byggir á traustum grunni með virku samstarfi sínu við Ökuskólann í Mjódd og reynslumikla starfandi ökukennara.

Almenn ökuréttindi

Almenn ökuréttindi (B) veita heimild til að aka:

N

Fólksbifreið með heildarþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns

N

Sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna

N

Fólksbifreið eða sendibifreið með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að heildarþyngd

N

Fólksbifreið eða sendibifreið með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins

N

Dráttarvél

N

Vinnuvél (má ekki vinna á hana nema hafa öðlast sérstök vinnuvélaréttindi)

N

Léttu bifhjóli (skellinöðru, 50cc)

N

Bifhjóli á þremur eða fleiri hjólum

N

Torfærutæki s.s. vélsleða, torfærubifhjóli

Hvað þarf að uppfylla fyrir bílpróf?

Áður en bílpróf fer fram á ökunemi að lágmarki að hafa lokið eftirtöldum kennslustundum og náð þekkingar- og færnimarkmiðum námskrárinnar:

Skriflegt próf

  • Ökuskóli 1: 12 kennslustundir og Ökuskóli 2: 12 kennslustundir ef námi í ökugerði (Ökuskóli 3) er ekki lokið eða
  • Ökuskóli 1: 12 kennslustundir, Ökuskóli 2: 10 kennslustundir ásamt kennslu í ökugerði (3 kennslustundir í stofu og 2 kennslustundir í bifreið). 
  • 14 ökutímar. 
  • Að lágmarki 16 ökutímar ef námi í ökugerðikuskóli 3) er ekki lokið eða 
  • Að lágmarki 15 ökutímar ásamt kennslu í ökugerði (3 kennslustundir í stofu og 2 kennslustundir í bifreið). 
  • Sérstök athygli er vakin á kröfu um 14 verklegar kennslustundir fyrir skriflegt bílpróf. 

Verklegt próf

Afar mismunandi er hversu marga verklega ökutíma nemandinn þarf hjá ökukennara. Algengur tímafjöldi í ökunámi er á bilinu 19-25 tímar. Námskráin segir að tímafjöldinn eigi að vera að lágmarki 17–25 tímar. Við leggjum áherslu á að gott ökunám er fyrst og fremst ódýr fjárfesting einstaklings í eigin umferðaröryggi og því má ekki fórna fyrir nokkurn mun.