fbpx

Umsókn um ökuskírteini, námsheimild.

Hér má finna eyðublað sem heitir Umsókn um ökuskírteini.  Fylla þarf þessa umsókn út og skila síðan á næstu sýslumannsskrifstofu. Með umsókninni þarf að fylgja mynd í ökuskírteini umsækjanda. Ökukennarinn er fús til að leiðbeina ökunemanum við útfyllingu á þessari umsókn.
Hjá sýslumanni þarf einnig að greiða fyrir ökuskírteinið og ökuneminn þarf að mæta sjálfur til að gefa undirskrift sína sem kemur fram á ökuskírteininu.

Ökunámsbók

Ökunámsbókin http://www.samgongustofa.is/media/umferd/okurettindi/Okunamsbok-B-endanleg-20111025.pdf er samskipta- og upplýsingabók þeirra sem koma að ökunámi. Þegar kennslan hefst afhendir ökukennarinn ökunemanum ökunámsbók. Hún á að sýna ferli ökunámsins frá fyrsta ökutíma þar til ökuneminn hefur staðist verklegt próf.

Í bókinni eru ýmsar upplýsingar um námið, ökukennarinn færir t.d. inn ökutímana, einnig er í bókinni gátlisti fyrir leiðbeinandann og þar sem akstur í æfingaakstri er færður inn. Í bókinni er einnig eyðublað fyrir umsókn um æfingarakstur.

Í ökunámsbókina staðfestir ökukennarinn og ökuskólarnir að viðkomandi ökunemi hafi lokið við tilskilið nám. Verklegt nám, Ö1, Ö2 og Ö3. Að lokum vottar prófdómari í ökunámsbókina þegar ökuneminn hefur staðist próf, skriflegt og verklegt.

Akstursmat

Hér fyrir neðan má finna eyðublað fyrir akstursmat. Markmið akstursmats er að ökumaðurinn geri sér grein fyrir hæfni sinni og getu í umferðinni með tilliti til umferðaröryggis.

http://www.samgongustofa.is/media/umferd/okurettindi/Akstursmat-eydublad-okukennara-2013.pdf

Bráðabirgðaskírteini gildir í þrjú ár. Ökumaður getur fengið fullnaðarskírteini, hafi hann haft bráðabirgðaskírteini samfellt í 12 mánuði og ekki á þeim tíma fengið punkta í punktakerfi vegna umferðarlagabrota og farið í akstursmat. Í akstursmati felst að kannað er hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni er í samræmi við raunverulega getu hans.